GOLFVÖLLURINN
GLANNI |
-
Nýr 9 holu golfvöllur
- Opnaður þann 1. júlí 2006 |
Um
Golfvöllinn Glanna |
Golfvöllurinn Glanni ehf, kt. 440903-2820, var stofnaður árið 2003 í þeim tilgangi að byggja upp golfvöll í landi Hreðavatns. Eigendur eru: Viðskiptaháskólinn Bifröst, BSRB, Samstarf starfsmannafélag Samskipa hf, og Hreðavatn ehf (landeigandinn). Hugmyndin að golfvelli á þessum stað fæddis þó fyrir aldamótin 2000. |
Golfklúbbur mun verða stofnaður fyrir formlega opnun vallarins og mun sá klúbbur gerast aðili að GSÍ. |
Frá upphafi var markmiðið að byggja á faglegan hátt fyrsta flokks golfvöll sem sæmir því umhverfi sem hann er staðsettur í. Engu hefur verið til sparað í því sambandi. Hannes Þorsteinsson, virtur golfvallahönnuður, hannaði golfvöllinn ásamt því að veita ráðgjöf. Uppbygging vallarins hefur gengið mjög vel og ættu flatir, teigar og brautir innan tíðar að geta orðið eins og þær gerast bestar á Íslandi. |
Völlurinn var formlega opnaður þann 1. júlí 2006. |
Til nánari upplýsinga hafið samband við Guðjón Guðmundsson s/899 2694. |