Hvernig virkar útboð.is?  

 1. Kaupandi skráir útboð
  • Rafræn útboðsgögn eru send inn um leið.
 2. Útboðið er kynnt
  • á vefnum útboð.is,
  • fyrir líklegum bjóðendum og þeim sem kaupandi velur sérstaklega,
  • í Morgunblaðinu (eða öðrum fjölmiðlum), sé þess óskað,
  • á evrópska efnahagssvæðinu, sé þess óskað.
 3. Útboð ehf. miðlar rafrænum gögnum til skráðra bjóðenda.
 4. Bjóðendur skrá tilboð fyrir lok tilboðsfrests.
 5. Opnunarfundur haldin á útboð.is (nema kaupandi velji annan stað).
 6. Kaupandi samþykkir eitt tilboð (eða hafnar öllum) og getur prentað út samning.

Eftir að útboðsferlinu lýkur hafa allir sem að útboðinu komu aðgang að gögnum því tengdu.

Við skráningu útboðs og tilboða samþykkja viðskiptavinir að fara að lögum um framkvæmd útboða og því nauðsynlegt að þeir hafi kynnt sér þau vel.


Um fyrirtækið Útboð ehf.

Útboð ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við framkvæmd útboða.  Við rekum vefinn Útboð.is sem er sérhannaður þjónustuvefur til útboðs á hvers kyns vöru og þjónustu.  

Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geta farið á vefinn og skráð útboð á mjög einfaldan hátt, eða hringt í síma 553 0100 og starfsmenn okkar aðstoða við skráningu útboðsins. 

Útboðsferlið er að mestu sjálfvirkt en þjónusta okkar felst einkum í því að starfsmenn finna mögulega tilboðsgjafa og vekja athygli þeirra á útboðinu í þeim tilgangi að fá sem flest tilboð.  Útboð ehf. hefur aðgang að gagnagrunni með nær öllum skráðum fyrirtækjum og rekstraraðilum í landinu sem auðveldar leit okkar að tilboðsgjöfum. 

Þannig sparar kaupandi sér mikla fyrirhöfn við að leita sjálfur eftir tilboðum auk þess sem söluaðilar fá upplýsingar um verkefni á einum stað.

Útboð ehf. tók formlega til starfa 1. desember 2006.  Stærsti eigandi er Guðjón Guðmundsson. 

Útboð ehf.
Kringlan 93,
103 Reykjavík
utbod@utbod.is
sími 553 0100
kt. 500401-2730
VSK nr. 93236

Starfsmenn:

Guðjón Guðmundsson, viðskiptafræðingur, framkvæmdarstjóri
Arnhildur Guðmundsdóttir, lögfræðingur

Þjónustusími Útboðs ehf. er opinn frá 8-22 alla daga og starfsmenn okkar eru reiðubúnir að aðstoða við skráningu útboðs og tilboða.


Markmið okkar

 1. er að koma á viðskiptum milli kaupanda (útbjóðanda) og bjóðanda (tilboðsgjafa) á skilvirkan og einfaldan hátt.
 2. er að fá fjölda tilboða í skráð útboð svo að kaupandi fái hagstæðustu kjör hverju sinni.
 3. er að hægt sé að bjóða út nánast hvað sem er á Útboð.is.


Dæmi um útboð

Eins og áður sagði er eitt markmiðanna að engin takmörk séu fyrir því hvað hægt er að bjóða út á Útboð.is.  Dæmi um útboð skráð af ..

Einstaklingum:

Skráðu útboð vegna ...

 • nýrrar þakklæðningar
 • heimilisþrifa
 • trygginga
 • dekkja fyrir bílinn
 • garðvinnu
 • lánsfjármögnunar
 • flatskjás
 • jólahlaðborðsins
 • söluþóknunar þegar selja á fasteign
 • kaupa á vöru og þjónustu fyrir heimilið

... og þú velur úr tilboðum!


Fyrirtækjum:

Skráðu útboð vegna ...

 • tölvubúnaðar
 • skrifborðsstóla
 • ljósritunarpappírs
 • verk undirverktaka
 • prentunar á auglýsingabæklingi
 • flugs á vörusýningu
 • húsnæðis fyrir árshátíð
 • gluggaþvottar
 • bókhalds og uppgjörs
 • kaupa á vöru og þjónustu fyrir fyrirtækið

... og þú greiðir hagkvæmasta verðið!


Stofnunum:

Skráðu útboð vegna ...

 • vegaframkvæmda
 • kaupa á skrifstofuvörum
 • viðhalds fasteigna
 • byggingar sjúkrahúss
 • hafnargerðar
 • lyfjakaupa
 • skólaaksturs
 • leiguhúsnæðis til 10 ára
 • trygginga sveitarfélagsins
 • kaupa á vöru og þjónustu fyrir ríki og sveitarfélög

... og við erum öll í góðum málum!

 

Verðskrá

Fastar þóknanir gjaldfærast á reikning viðskiptamanns við eftirfarandi aðgerðir:

 • Skráning útboðs: Kr. 2.500,-.
 • Sölulaun sem bjóðandi (tilboðsgjafi) greiðir: 2,5% af umsömdu samningsverði.
 • Innheimtuþóknun fyrir sölu á rafrænum gögnum: 10% af söluverði.
 • Auglýsingar í dagblöðum innanlands: Kr. 25.000,-.
 • Auglýsing á Evrópska efnahagssvæðinu: Kr. 50.000,-.

Verð eru umsemjanleg og geta fastar þóknanir breyst í samræmi við umfang viðskipta. 

Allar fjárhæðir eru með VSK og eru reiknaðar út frá skráðum fjárhæðum í útboðskerfi Útboðs ehf.


Öryggi

Öll samskipti á milli útboð ehf. og viðskiptavinar á netinu eru dulkóðuð með SSL.  Þetta kemur í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar geti með einhverjum hætti komist í upplýsingar sem eru þeim óviðeigandi.  SSL er viðurkennd aðferð til dulkóðunar gagna á netinu og er meðal annars notuð í netbönkum íslensku bankanna.